Hádegisfundur með forseta Eistlands
12:00 - 13:00
Hádegisfundur með forseta Eistlands
Fimmtudagurinn 30. nóvember frá kl. 12 – 13 í Norræna húsinu
Opinn fundur með forseta Eistlands, Kersti Kaljulaid, á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands
Áskoranir og tækifæri smáríkja
Hvernig geta smáríki markað sér sess í alþjóðasamfélaginu og haft áhrif í ófyrirsjáanlegum heimi? Á fundinum mun Kersti Kaljulaid, forseti Eistlands, segja frá því hvernig Eistland varð að áhrifavaldi í heiminum á sviði stafrænna lausna, en Eistland hefur oft verið nefnt eitt af háþróuðustu stafrænu samfélögum í heimi. Hún mun einnig ræða um mikilvægi samvinnu smærri ríkja til að hafa áhrif og taka dæmi um hvernig Eistlandi hefur tekist að hafa áhrif innan alþjóðastofnanna.
Fundarstjóri: Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands