Gróðurhúsa strandpartý


19:30

Gróðurhúsa strandpartý

Fjórir nemendur í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands, hafa skipulagt gróðurhúsa strandpartý sem er liður af hópverkefni í kúrsinum “útópía og alkemía” sem Phoebe Jenkins og Sam Rees eru leiðbeinendur við. Hópurinn ákvað að vinna út frá þemanu þunglyndi/dægursveiflur, í þeirri von um að vekja athygli á samfélagslegu vandamáli og þróa leið til þess að bæta úr því með óhefðbundnum hætti.

Vertu velkominn að heimsækja falinn demant í útjaðri miðborgarinnar; gróðurhúsið við Norræna húsið, fimmtudaginn 4. mai kl 19:30-21:00 þar sem gólffjalir gróðurhússins verða undirlagðar af heilnæmri mold. Gestum gefst tækifæri á að ganga berfætt um þennan næringarríka jarðveg og komast bókstaflega í snertingu við móður jörð. Þegar unnið er með mold og garðyrkju, leysist úr læðingi efni i heilanum, seratonin og dópamín en þessi efni hafa þá eiginleika að lækna þunglyndi. Boðið verður upp á fræ, plöntur og ílát fyrir þá sem vilja taka upplifunina með heim og halda náttúrulega flæðinu áfram.

Einnig mun Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir, tónheilunar þerapisti, fylla hina friðuðu Vatnsmýri af töfrandi ómum gongsins og koparhörpunnar. Kjartan Óli Guðmundsson býður upp á lífræna endorfín drykki. Viðburðurinn er opinn öllum og frítt inn.

Hugrún Lena Hansdóttir, Kolbeinn Jara Hamíðsson, Eva Kaljurand og Leifur Wilberg Orrason standa að viðburðinum.

Ljósmynd: Leifur Wilberg Orrason