Green Producers Club: Losun koltvísýrings í menningarframleiðslu


12:30 - 16:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin á fund Green Producers Club (GPC) þar sem fulltrúar frá Noregi, Danmörku og Íslandi munu koma saman til að ræða sjálfbærni í skapandi greinum.
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Norræna húsið í Reykjavík og mun innihalda áhugaverð erindi, dæmisögur og kynningar um grænt framtak. Fundurinn er opinn öllum en skráningar er þörf.

DAGSKRÁ
12:30 – 13:00 | Kaffi & spjall
13:00 – 13:10 | Kynning frá Norræna húsinu : Sabina Westerholm
13:10 – 13:30 | Fréttir frá GPT & GPC : Mads Astrup Rønning
13:30 – 13:45 | Norska Óperan & Ballettinn og þeirra nálgun á sjálfbærni :  Kristina Bell
13:45 – 13:55 | GPC Ísland – kynning
13:55 – 14:05 | Rannís: Sýn EU á sjálfbærni og styrki : Ragnhildur Zoega
14:05 – 14:35 | Hlé – Kaffi & kaka
14:35 – 14:50 | CSRD and Reporting Requirements in Iceland : Erlend Brenna Raabe
14:50 – 15:05 | Øya Hátíðin og þeirra sjálfbærni vegferð : Erik Hauge Stangeby and Tonje Kaada
15:05 – 15:20 | GPC Denmark Case Study : Ege Heckman
15:20 – 15:35 | 4HER Case: Sustainable Production & Maintaining Creativity : Brita Vistnes
15:35 – 15:50 | Icelandic Film Centre & Nordic Ecological Standard (NES): Anna María Karlsdóttir
15:50 – 16:00 | Samantekt & Lokaorð
Þessi fundur er frábært tækifæri til að vera upplýst og skiptast á hugmyndum um sjálfbærni. Við vonum að þú getir tekið þátt á fundi okkar í Reykjavík!

Aðgengi að Elissu sal er ágætt fyrir hjólastóla, lágur þröskuldur er inní salinn. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð. Rampur leiðir að Norræna húsinu frá bílastæði og sjálfvirkur hnappur er við dyrnar. Viðburðurinn fer fram á ensku.