Fyrirlestrar í náttúruvísindum – Manndýrið homo sapiens
18:00 - 20:00
Fyrirlestrar í náttúruvísindum – Manndýrið homo sapiens
Með fyrirlestraröðinni Almennir fyrirlestrar í náttúruvísindum er hægt að kynna sér það nýjasta í vísindunum.
Norræna húsið streymir átta fyrirlestrum í náttúruvísindum frá Háskólanum í Árósum. Fyrirlestraröðin byggir á nýjum vísindalegum uppgötvunum og/eða nýjum upplýsingum sem annað hvort fella eða styðja við eldri tilgátur og kenningar í fræðunum.
Fyrirlestrarnir eru allir á háskólastigi, flestir fara fram á dönsku og eru öllum opnir. Ókeypis aðgangur.
Pása er haldin í miðjum fyrirlestri og áhorfendur geta notað tækifærið til umræðna eða sent inn spurningar til fyrirlesaranna með sms eða á twitter. Boðið er upp á kaffi í hléinu.
Menneskedyret homo sapiens: Þriðjudaginn 13. mars kl. 18-20
Fyrilesari: Prófessor Peter Teglberg Madsen, Institut for Bioscience – Zoofysiologi, Aarhus Universitet.
Fyrirlestrarnir eru aðeins aðgengilegir í Norræna húsinu og því ekki á netinu.
Sjá nánar um fyrirlesturinn, https://ofn.au.dk/foredrag/56
Næstu fyrirlestrar á vormisseri 2018
Allir fyrirlestrarnir eru á þriðjudögum kl. 18-20
Mars
Jordens og livets udvikling, 20. mar
April
Ig Nobel Prize: first laugh, then think (ENSKA), 10. apr
Myrer, 17. apr
Maí
Reward, prediction and brain dopamine (ENSKA), 1. maj
Kynningarmyndband (https://www.youtube.com/watch?v=q1s0_68pRCo)
Fyrirlestrunum er streymt í háskólum, bókasöfnum og víðar í Danmörku, Færeyjum, Grænlandi og nú á Íslandi.
Vefsíða fyrirlestranna: https://ofn.au.dk/