FUNDUR FÓLKSINS


9-19 og 11-19

FUNDUR  FÓLKSINS er lífleg tveggja daga hátíð um samfélagsmál og stjórnmál haldin 2. og 3. september 2016 í Norræna húsinu. Slegið verður upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki verða með starfsemi og þjóðþekktir einstaklingar stjórna sjóðheitum umræðum. Hátíðin er vettvangur til að virkja lýðræðið og brúa bilið milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði og skemmtilegar uppákomur.

Dagskrá

SALUR

Stjórnmálabúðir

Þátttakendur í Fundi fólksins árið 2015 hafa, undir forystu Almannaheilla – samtaka þriðja geirans, unnið að undirbúningi Fundar fólksins 2016 frá því haustið 2015.

Þátttakendur eru um 70 talsins  með yfir 100 viðburði. Dagskráin saman stendur af atriðum meðal annars frá:

  • Öllum stjórnmálaflokkunum sem sæti eiga á Alþingi
  • LarsEn Energy branding
  • Siðfræðistofnun
  • Rannsóknarmiðstöð ferðamála
  • Mannvirkjastofnun
  • Neytendasamtökunum

Aðstandandi hátíðarinnar er Almannaheill og aðrir bakhjarlar eru Norræna húsið, Velferðarráðuneytið og  Reykjavíkurborg

Nánari upplýsingar á heimasíðu fundarins: www.fundurfolksins.is 

Facebook viðburður