Fundur fólksins

Stjórnmálaflokkarnir sameinast undir einu þaki í tjaldi á lóð Norræna hússins. Hús atvinnulífsins flytur í Vatnsmýrina og reisir Tjald atvinnulífsins. Bændasamtökin, ýmis félagasamtök, eins og Neytendasamtökin, Norræna félagið, Stjórnarskrárfélagið, Landvernd og Almannaheill, verða með fjölbreyttar uppákomur í húsum og tjöldum á lóðinni.


Fundur fólksins er lífleg þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess dagana 11. til 13. júní. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði, hægt verður að kaupa bæði mat og drykk á svæðinu.

Dagskrána er líka að finna á Facebook síðu Fundar fólksins.

Hér er dagskráin í Tjaldi atvinnulífsins:

Dagskrá (með fyrirvara um breytingar):
Þátttaka alþingsmanna er með fyrirvara um skyndilegar breytingar í dagskrá Alþingis.

Dagskrá síðast uppfærð 8. júní kl. 13:57

Fimmtudagurinn 11. júní 2015
12:00 – 13:00
– Setning Fundar fólksins. Útisvæðið.

  • Lúðrasveit verkalýðsins.
  • Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra.
  • Mikkel Harder, forstjóri Norræna hússins.
  • KK, tónlistarmaður, heldur tölu.
  • Gunnar Sigurðsson, fundarstjóri.

12:30 – Smukke biler efter krigen. Norræna tjaldið.

  • Lars Frost les upp úr bók sinni.

13:00 – 14:00 – Hvernig geta borgir stuðlað að friði? Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Aðstandendur Friðarseturs Reykjavíkur, sem setja á formlega á laggirnar í haust, leita svara við því með hvaða hætti Íslendingar og Reykjavíkurborg geta best stuðlað að auknum friði hér heima og að heiman, og hvernig Friðarsetur getur stutt við þá vinnu.

14:00 – 15:00 – Stríðið í Sýrlandi. Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • UNICEF heldur málþing um ástandið í Sýrlandi. Steinunn Björgvinsdóttir flytur erindi um aðstæður flóttafólks og þau áhrif sem átök, flótti og líf í flóttamannabúðum hafa á börn.

14:30 – 15:30 – Pírataskólinn. Gróðurhúsið.

  • Liðsmenn Pírata hafa umsjón með dagskrá.

15:00 – Daglegt líf án eiturefna! Norræna tjaldið.

  • Elín Hirst, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði og Brynhildur Pétursdóttir, alþingsmaður og varafulltrúi í Norðurlandaráði. Heiðrún Guðmundsdóttir, ritari Norræna efnahópsins (NKG), opnar og stýrir umræðum.

15:30 – 17:00 – Creative Industries and/or Art? Kjallari Norræna hússins.

  • Listamenn og stjórnmálamenn greinir á um það hvernig nálgast eigi hagræn áhrif skapandi greina og hvort hið dulmagnaða við listirnar hverfur ef hinn hagræni þáttur yfirskyggir umfjöllun og stjórnsýslu lista og menningar. Deilt er um skilgreiningar; hvað er þetta fyrirbæri sem stjórnmálamönnum virðist orðið svo tamt að tala um sem „skapandi greinar“/„creative industrries“. Umræðan fer fram á ensku og skandinavísku.

15:30 – 16:00 – Soffía Björg. Útisvæðið.

  • Tónlistarmaðurinn Soffía Björg leikur vel valin lög.

15:40 – Að læra allt lífið á Norðurlöndunum! Norræna tjaldið.

  • Valgerður Gunnarsdóttir alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður. Sigrún Kristín Magnúsdóttir, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna, opnar og stýrir umræðum.

16:00 – 17:00 – DALÍ. Útisvæðið.

  • Hljómsveitin DALÍ spilar og syngur.

16:00 – 18:00 – Sýrlenskur matur fyrir fólk á flótta. Útisvæðið.

  • Jamil Kouwatli, flóttamaður frá Sýrlandi og Sveinn Kjartansson, veitingamaður á AALTO Bistro, útbúa sýrlenskan flóttamannamat. Með hverri seldri máltíð er greitt fyrir einni „auka“ máltíð í Sýrlandi.

16:00 – 17:00 – Að brúa bilið milli kynslóðanna. Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Vinstri græn flytja erindi um sjálfbærni.

16:00 – 17:00 – Opnun Stjórnmálabúðanna. Stjórnmálabúðir.

17:00 – 18:00 – Velferðarkassavörnin. Útisvæðið.

  • MND félagið bendir á að aðstoðarþörf fatlaðra sé mismunandi eftir einstaklingum og því sé notendastýrð persónuleg aðstoð mikilvægur þáttur í sjálfstæðu lífi þeirra. Fulltrúar MND félagsins stýra umræðu.

17:00 – 18:00 – Nýjir mælikvarðar á hagsæld þjóða. Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Kristín Vala Ragnarsdóttir, Róbert Marshall og Sigurður Jóhannesson velta fyrir sér spurningunni hvort hagvaxtarmælingar séu úrelt fyrirbæri og hvort nýjir mælikvarðar geti ekki betur lýst lífsgæðum fólks betur en verg þjóðarframleiðsla.

17:00 – 18:00 – Hvað er Alþýðufylkingin? Kjallari Norræna hússins.

  • Gestir fá tækifæri til að kynnast hvað Alþýðufylkingin stendur fyrir.

17:30 – 18:30 – Skógurinn – ljóðabræðingur. Útisvæðið.

  • Þátttakendur: Soffía Bjarnadóttir, Hrafnhildur Þórhallsdóttir, Sigurlín Bjarney Gísladóttir, Æsa Strand Viðarsdóttir og Heiðrún Ólafsdóttir.
18:00 – 20:00 – Gilt eða ógilt/Approved or not approved. Kjallari Norræna hússins.
  • Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi bjóða til málþings þar sem rætt verður um viðurkenningu á menntun innflytjenda sem ekki er aflað á Íslandi. Kynningarbás samtakanna verður á staðnum.

18:00 – 19:00 – Blöðrubolti. Útisvæðið.

  • Stjórnmálamenn og fjölmiðlafólk etja kappi.

19:00 – 22:00 – Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokkanna með opið hús. Stjórnmálabúðir.

  • Kynnist ungliðahreyfingunum!

20:00 – 21:30 – Borgum myndlistamönnum! Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • SÍM – Samband íslenskra myndlistarmanna undirbúa herferðina BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM. Fulltrúar sambandsins fá til sín fulltrúa frá listfræðingasamfélaginu, útgáfu, listasöfnum og mennta- og menningarmálaráðuneytinu í gott spjall.

20:00 – 21:00 – Spottarnir, tónlistaratriði. Gróðurhúsið.

20:30 – 21:30 – Kviss fólksins. Kjallari Norræna hússins.

  • Létt og skemmtileg spurningakeppni þar sem viðfangsefni Fundar fólksins gegna aðalhlutverki.

 

Föstudagurinn 12. júní 2015

09:00 – 10:00 – Stand up for truth! Morgunverðarfundur um uppljóstranir.
Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Kristinn Rafnsson ræðir við Norman Solomon.

09:00 – 12:00 – Heldri borgarar bjóða upp á kaffi og kleinur. Stjórnmálabúðir.

11:00 – 12:00 – Umhverfi og samfélag. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Umræður um jarðveg, loftslagsmál og náttúrugæði af mannavöldum. Andri Snær Magnason stýrir umræðum. Björn Guðbrandur Jónsson talar fyrir Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs.
11:00 – 12:30 – Formbreyting upplýsinga. Kjallari Norræna hússins.
  • Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur fjallar um formbreytingu upplýsinga frá prenti til stafrænna forma, hlutverk ríkisins og hvað einkennir upplýsingasamfélag framtíðarinnar. Halldór Auðar Svansson fjallar um upplýsingastefnu borgarinnar.

12:00 – 13:00 – Verndun miðhálendisins. Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Landvernd býður til umræðu um verndun hálendisins og kynnir niðurstöður málþings Landverndar sem haldið var 16. apríl síðastliðinn.

12:00 – 15:00 – Kjörnir fulltrúar taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir.

  • Kjörið tækifæri fyrir alla að kynnast þingmönnum okkar.

13:10 – 13:30 – Tilnefningar til Umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Útisvæðið.

  • Þeir aðilar sem tilnefndir eru til verðlaunanna kynna verkefni sín og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segir frá því hvers vegna Reykjavíkurborg hlaut verðlaunin árið 2014. Siv Friðleifsdóttir kynnir tilnefningarnar.

13:00 – 14:00 – Ekkert hatur – orð hafa ábyrgð. Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Fulltrúar samtakanna Heimili og skóli bjóða til umræðu um hvernig best er að stuðla að opnara og betra samfélagi þar sem hatursáróður fær ekki að þrífast.

13:00 – 14:00 – Hvaða máli skiptir móðurmálið? Fundarherbergi Norræna hússins.

  • Mikilvægi viðurkenningar á móðurmáli barna af erlendum uppruna.
14:00 – 15:00 – Hverjar eru skyldur fjölmiðla í aðdraganda kosninga?
Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Fjölmiðlanefnd stendur fyrir málstofunni. Þátttakendur eru; Katrín Jakobsdóttir, þingmaður og fyrrv. mennta- og menningarmálaráðherra, Finnur Beck, formaður nefndar mennta- og menningarmálaráðherra um aðgang stjórnmálahreyfinga og frambjóðenda að fjölmiðlum í aðdraganda kosninga sem skilaði tillögum 2013, Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, lögfræðingur fjölmiðlanefndar. Málstofustjóri verður Arna Schram, nefndarmaður í fjölmiðlanefnd.

14:00 – 15:00 – Svavar Knútur. Útisvæðið.

  • Svavar Knútur, tónlistarmaður, kemur fram á sviðinu á útisvæðinu.

14:00 – 15:00 – Trúnó á fundi fólksins. Kjallari Norræna hússins.

  • Ilmur Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi Bjartrar framtíðar fer á trúnó með gestum um velferðarmál.

14:00 – 17:00 – Allt sem þú vildir vita um ESB en þorðir ekki að spyrja.
Fundarherbergi Norræna hússins.

  • Hnitmiðað námskeið um ESB sem er skipt upp í tvo hluta: saga og uppbygging/stefna og hlutverk. Kennarar eru Eiríkur Bergmann og Magnús Árni Skjöld Magnússon.

14:00 – Geta Norðurlöndin reddað heiminum frá loftslagshörmungum? Norræna tjaldið.

  • Svandís Svavarsdóttir alþingismaður og fleiri.
    Tryggvi Felixson, ráðgjafi hjá Norðurlandaráði, opnar og stýrir umræðum.

14:30 – 15:30 – Pírataskólinn. Gróðurhúsið.

  • Liðsmenn Pírata hafa umsjón með dagskrá.

14:30 – 15:30 – Stefnumót við VG. Kjallari Norræna hússins.

  • Kíktu á Vinstri græn og spurðu þingmenn hreyfingarinnar spjörunum úr.

14:40 – Bætum heilsuna með samstarfi við grannlöndin – tillögur Könbergs. Norræna tjaldið.

  • Jóhann María Sigmundsdóttir alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði og Guðbjartur Hannesson, alþingismaður og varaforseti Norðurlandaráðs. Geir Oddsson ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu opnar og stýrir umræðum.

15:00 – 16:00 – Sveitastjórnarfulltrúar taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir.

  • Kynnist sveitastjórnarfulltrúum!
15:00 – 17:00 – Mikilvægi félagasamtaka. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Umræða um virði frjálsra félagasamtaka í samfélagsumræðunni og sem þrýstiafl.
15:30 – 17:00 – Nýjar bækur um þjóðmál. Kjallari Norræna hússins.
  • Bókaspjall um nýjar, íslenskar bækur um þjóðmál. Rætt verður við: Björn Þorláksson (Mannorðsmorðingjar?), Eggert Skúlason (Andersenskjölin) og Héðin Unnsteinsson (Vertu úlfur). Fundarstjóri: Helgi Seljan, fjölmiðlamaður á RÚV.

15:30 – Allt í hring! Lífhagkerfið er framtíðin! Norræna tjaldið.

  • Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra og Steingrímur J. Sigfússon, alþingsmaður og fulltrúi í Norðurlandaráði. Geir Oddsson, ráðgjafi hjá Norræna ráðherraráðinu, opnar og stýrir umræðum.

16:00 – Gildin í náttúrunni – virðing og vinsemd. Norræna tjaldið.

  • Gunnar Hersveinn segir frá.
16:30 – Norrænn málskilningur – skiptir hann máli? Norræna tjaldið.
  • Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Norræna félagsins í Reykjavík.
17:00 – 18:00 – Ungt fólk og Norðurslóðir. Kjallari Norræna hússins.
  • Málþing Norðurslóðaseturs.

17:00 – 18:30 – 100 ára kosningaafmæli kvenna. Hátíðarsalur Norræna hússins.

18:00 – 19:00 – Baráttusöngvarnir! Kjallari Norræna hússins.
  • Félagar í VG syngja baráttusöngva! Allir velkomnir.

18:00 – 20:00 – Konur fagna 100 ára kosningaréttarafmæli kvenna. Stjórnmálabúðir.

19:00 – 21:00 – Diskósúpa. Útisvæðið.
  • Ungliðahreyfing Slow Food og Vinstri grænna standa fyrir diskósúpu.

20:00 – 21:00 – Opið hús hjá ungliðahreyfingum. Stjórnmálabúðir.

20:00 – 22:00 – Á norrænum nótum, vísnasöngur og spé. Norræna tjaldið.
  • Aðalsteinn Ásberg og Ása Aðalsteinsdóttir syngja norræn vísnalög. Snorri Helgason og Saga Garðarsdóttir syngja Norræna slagara. Ari Eldjárn fer með norrænt spé.
20:30 – 22:30 – Kvikmyndin Blueberry Soup. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Stjórnarskrárfélagið og Píratar standa sameiginlega að sýningu heimildarmyndarinnar Blueberry Soup sem var tekin hér á landi. Myndin er á ensku og án þýðingartexta. Umræður um efni myndarinnar við leikstjórann Eileen Jerrett strax á eftir sýningu hennar. Þau Andri Snær Magnason, Katrín Oddsdóttir, Jón Þór Ólafsson og Svavar Knútur taka þátt í umræðunum.

21:00 – 22:00 – 3 basískar, tónlistaratriði. Útisvæðið.

21:30 – 22:00 – Ástin og leigumarkaðurinn. Kjallari Norræna hússins.

  • Þær stöllur, Saga Garðarsdóttir og Ugla Egilsdóttir fá til sín góðan gest og ræða pólitísk málefni líðandi stundar.

 

Laugardagurinn 13. júní 2015
10:00 – 11:00 – Ferðalag um ferðaþjónustuna Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Rannsóknarmiðstöð ferðamála stendur fyrir málþingi um íslenska ferðaþjónustu sem stendur nú á tímamótum.
10:00 – 12:00 – Heldri borgarar bjóða upp á kaffi og kleinur. Stjórnmálabúðir.
11:00 – 12:00 – Aðallinn og lýðurinn – umræða um nýjan samfélagssáttmála. Hátíðarsalur Norræna hússins.
  • Dr. Antoni Abat Ninet, sérfræðingur í stjórnskipunarrétti við Kaupmannahafnarháskóla, flytur erindi. Íslenskir fræðimenn ræða við Antoni og svara spurningum gesta. Fer fram á ensku.
  • Þjóðfundurinn 2009 varð innblástur fyrir ferli sem nú á sér stað í Skotlandi.
12:00 – 13:00 – Matti Kallio. Útisvæðið.
  • Finnski harmonikkuspilarinn Matti Kallio leikur nokkur vel valin lög.

12:00 – 13:30 – Framtíðarsýn leiðtoga stjórnmálaflokkanna. Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna ræða um framtíð Íslands.

13:00 – 15:00 – Norrænt menningarmót. Norræna tjaldið.

  • Fulltrúar frá öllum norrænu löndunum segja gestum frá lífi sínu og taka með sér persónulega muni.

13:00 – 13:30 – Teitur Magnússon. Útisvæðið.

  • Teitur Magnússon, tónlistarmaður, skemmtir gestum og gangandi.

13:30 – 14:00 – Umræðan – Heiða Kristín Helgadóttir. Bókasafn Norræna hússins.

  • Heiða Kristín Helgadóttir, umsjónarmaður Umræðunnar á Stöð 2 fær til sín góða gesti og ræðir mál líðandi stundar.

13:30 – 15:30 – Siðmennt. Fundarherbergi Norræna hússins.

  • Málstofa og umræður með Jóhanni Björnssyni.
13:30 – 14:30 – Trio Nord. Gróðurhúsið.
  • Jazztríó leikur lög með norrænu ívafi.

13:45 – 14:30 – Borgaralaun. Kjallari Norræna hússins.

  • Halldóra Mogensen, varaþingmaður Pírata, fjallar um borgaralaun.

14:00 – 16:00 – Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum.
Hátíðarsalur Norræna hússins.

  • ASÍ og Starfsgreinasambandið standa fyrir málþingi þar sem boðið verður upp framsögur og pallborðsumræður milli  fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálaflokka. Auk þess verður boðið upp á tónlistaratriði og myndasýningu.
14:00 – 15:00 – Formenn flokkanna taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir.
14:30 – 15:30 – Pírataskólinn. Gróðurhúsið.
  • Liðsmenn Pírata hafa umsjón með dagskránni.
15:00 – 16:00 – Þáttur neytenda í umhverfisvernd. Kjallari Norræna hússins.
  • Margrét Marteinsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar Framtíðar, ræðir þátt neytenda í umhverfisvernd.

15:00 – Gjörningur í minningarlundi um fórnarlömbin í Utøya. Norræna tjaldið.

  • Þorvaldur S. Þorvaldsson, Bogi Ágústsson og Una Hildardóttir sjá um dagskránna.

16:00 – 16:45 – Fuglaleiðsögn um friðlandið. Útisvæðið.

  • Fuglavernd býður til léttrar göngu um friðlandið í Vatnsmýri.

16:00 – 17:00 – Þingmenn taka á móti gestum. Stjórnmálabúðir.

16:00 – 17:00 – Alþýðufylkingin kennir baráttusöngva. Útisvæðið.
16:15 – 17:00 – Af hverju erum við Píratar til og hvaðan komum við? Kjallari Norræna hússins.
  • Birgitta Jónsdóttir, Pírati, ræðir um sögu Pírata.

17:00 – 18:00 – Lokaathöfn Fundar fólksins 2015.