Fjármögnun og fjáraflanir félagasamtaka- Streymi
11:30-13:00
Fjármögnun og fjáraflanir félagasamtaka
Almannaheill – samtök þriðja geirans, boða til opins fundar og fyrirlestur Sir Stuart Etherington hjá National Council for Voluntary Organisations. Hann mun flytja erindi um fjármögnun og fjáraflanir félagasamtaka.
Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.
Streymi
Sir Stuart Etherington hefur í 22 ár verið framkvæmdastjóri NCVO í Bretlandi. Hann hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa í tengslum við þriðja geirann, m.a. fyrir bresk stjórnvöld. Hann var á síðasta ári formaður þverpólitískrar nefndar sem gaf út skýrslu um eftirlit með fjáröflunum í Bretlandi, REGULATING FUNDRAISING FOR THE FUTURE, Trust in charities, confidence in fundraising regulation, þar sem farið er yfir fjáröflunarmál góðgerðarfélaga og gerðar tillögur um breytingar á eftirliti með þeim. Lagði nefndin til að komið yrði á fót opinberum eftirlitsaðila sem væri ábyrgur gagnvart breska þinginu en starfaði í tengslum við Charity Commission.
Nánar má lesa um lávarðinn og samtökin sem hann stýrir hér: https://www.ncvo.org.uk/about-us/whos-who/chief-executive