
FUGLAR Í BORG
13:00-15:
Reykjavík-iðandi af lífi og Fuglavernd boða til Fuglaviku í Reykjavík, dagana 17-23. október þar sem boðið verður upp á margs konar fræðsluviðburði með það að markmiði að vekja athygli á því fjölskrúðuga fuglalífi sem glæðir borgina allt árið um kring.
Fuglavika hefst með áhugaverðu málþingi um fuglalífið í borginni undir yfirskriftinni „Fuglar í Borg“. á Málþinginu verður m.a. rætt um mikilvæg búsvæði fugla í Reykjavík og gildi þess að hafa fugla í okkar nánast umhverfi við nám og störf. Málþingið er opið öllum og aðgangur ókeypis. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.
Dagskrá málþingsins er eftirfarandi:
13:00 | Málþingið sett | 00:10 | ||
13:10 | Búsvæði fugla í Reykjavík | Snorri Sigurðsson, líffræðingur | 00:35 | |
13:45 | Að ljósmynda fugla í Reykjavík | Elma Rún Benediktsdóttir, fuglaljósmyndari | 00:25 | |
14:10 | Fuglar og leikskólinn | Sigrún Björg Ingþórsdóttir, leikskólastjóri | 00:25 | |
14:35 | Málþingi slitið | 00:05 | ||
14:40 | Kaffi og með því | 00:20 |
Að málþinginu loknu verður boðið upp á fuglaskoðun í Friðlandinu í Vatnsmýri kl. 15:00.
Nánari upplýsingar um dagskrá Fuglaviku má finna á heimasíðum Reykjavík-iðandi af lífi og Fuglaverndar. Einnig er velkomið að hafa samband í síma eða tölvupósti.
Reykjavík-iðandi af lífi er fræðsluátak á vegum Reykjavíkurborgar um lífríki og náttúru borgarinnar. Sjá: www.reykjavik.is/idandi og www.facebook.com/idandi. Sími: 411-8535. Netfang: idandi@reykjavik.is.
Fuglavernd eða Fuglaverndarfélag Íslands eru öflug félagasamtök á sviði náttúruverndar sem sérhæfa sig í að hlúa að hinu auðuga og dýrmæta fuglalíif landsins.
Sjá: www.fuglavernd.is. Sími: 562-0477. Netfang: fuglavernd@fuglavernd.is.