
Freyjudætur – sönglög eftir konur á Norðurlöndum
20:00
Salur
Aðgangur ókeypis
Vertu með okkur á útgáfutónleikum Freyjusöngva 9. mars kl. 20 í Norræna húsinu í Reykjavík! Tónlistarmenn frá Noregi, Svíþjóð og Íslandi flytja einstök lög eftir kventónskáld frá ýmsum tímum. Tónleikarnir fagna útgáfu Frøyas Sanger vol. 3 (kemur út 7. mars), með verkum eftir Jórunni Viðar, Ólöfu Arnalds, Agöthu Backer Grøndahl og fleiri.
Flytjendur:
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir (söngur) & Guðrún Dalía Salómonsdóttir (píanó)
Therése Thylin Lindmark (söngur) & Lotta Karlsson (píanó)
Marit Sehl (söngur) & Monica Tomescu-Rohde (píanó)
Missið ekki af þessum hátíðlegu tónleikum tileinkuðum konum í tónlist!