Fræðslustund með Svaninum : Skaðleg efni í umhverfi barna


10:00 - 11:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis
Foreldrum, forráðamönnum og öllum áhugasömum er boðið á fyrirlestur um efni í umhverfi barna, fluttan af framkvæmdastjóra norræna Svansins á Íslandi.
Viðburðurinn fer fram á barnabókasafni Norræna hússins og er gestum velkomið að hafa börn með í fylgd. Kaffi og léttar morgunveitingar verða í boði og aðgangur ókeypis.
Umfjöllunarefni:
Hvaða efni í nærumhverfi barna eru skaðleg heilsu þeirra?
Af hverju eru börn sérstaklega viðkvæm fyrir þeim?
Hvaða áhrif hafa þessi efni?
Hvar eru þau helst að finna?
Hvaða vörur er hægt að nota í staðinn?
Skoðuð verða skaðleg efni í nærumhverfi okkar og af hverju börn eru útsettari fyrir áhrifum þeirra. Rætt verður um skaðsemi mismunandi efna og hvernig hægt er að lágmarka snertingu barna við skaðleg efni í nærumhverfi með einföldum lausnum, upplýstu vöruvali og réttri notkun vara.
Fyrir hvern:
Foreldra / forráðamenn
Ömmur og afa
Leikskóla- og skólastarfsfólk
Öll sem starfa með börnum
Öll sem hafa áhuga á velferð barna
Fyrirlesari:
Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi
Aðgengi:
Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.