Föðurhlutverkið í barnabókmenntum: Pallborð
20:00–21:00
Hvar er pabbi? Þegar sögur Gunillu Bergström um Einar Áskel og einstæða pabba hans komu fyrst út árið 1972 sýndu þær aðra föðurímynd en vant var, föður sem var nálægur og ögraði kynjahlutverkum sjöunda áratugarins. Hér var pabbinn aðal og eini umönnunaraðilinn í lífi barnsins. Í tilefni af feðradeginum 13. nóvember og nýrri sýningu Norræna hússins í barnabókasafninu Til hamingju Alfie Atkins! ætlum við líka að fagna pabba Einars Áskels.
Í pallborðsumræðum munum við eiga samtal um hann og aðrar ótrúlegar skopmyndir, fjölbreyttar, kómískar og fjarverandi portrettmyndir af feðrum í barnabókmenntum. Hlutverk föðurins hefur tekið sérstaklega miklum breytingum í barnabókmenntum á síðustu hálfri öld. Þátttakendur munu ræða viðhorf sín til föðurhlutverksins, þar á meðal breytingar, vankanta og staðalmyndir bæði frá faglegu og persónulegu sjónarhorni sem feður.
*Viðburðurinn fer fram á ensku
Fundarstjóri: Camilla Ringkjøbing Jensen (DA), cand.mag í barnabókmenntum, fjölmiðlun og menningu og starfsnemi Norræna hússins.
Þátttakendur í pallborði:
Björn Grétar Baldursson/Pabbalífið (IS) er flugumferðarstjóri á Akureyri sem deilir heimili með tveimur börnum sínum (sem eru á aldrinum 2 og 5 ára) og eiginkonu sinni, Jennýju Láru Arnórsdóttur. Hann er heldur úti samfélagsmiðilinum Pabbalífið sem sýnir heiðarlega mynd af pabba sem er að reyna að vera betri fyrir sjálfan sig, fyrir börnin sín og eiginkonu.
Sverrir Norland (IS) hefur hlotið lof fyrir ritgerðir sínar og skáldsögur. Hann er einnig þýðandi, útgefandi, sjónvarpsbókagagnrýnandi og útvarpsmaður. Nýjasta bók hans er „Stríð og kliður“, ritgerð á persónulegum nótum um náttúruna, tæknina og mannlegt ímyndunarafl.
Ljósmyndari: David Konecny.
Watse Sybesma (NL) fæddist árið 1989 í Hollandi. Hann er eðlisfræðingur með aðsetur á Íslandi og hefur brennandi ástríðu fyrir því að deila vísindum með breiðum hópi áhorfenda. Árið 2018 gaf hann út barnabók um svarthol á hollensku. Í desember verður enska þýðing bókarinnar fáanleg um allan heim undir titlinum „Emmy and the Black Hole That Stole Her Sock“. Þegar hann er ekki að stunda vísindi eða ritstörf nýtur hann þess að liggja í heitum íslenskum laugum og fara í ævintýraferðir með dóttur sinni.
Markús Már Efraím (IS) er rithöfundur, kennari og faðir tveggja yndislegra drengja. Hann hefur leiðbeint meira en þúsund ungum rithöfundum víðsvegar um Ísland og erlendis og situr í ráðgjafaráði Alþjóðasamtaka ungmennaskrifstofa. Réttindi barna eru Markúsi kær og hefur hann unnið mikið með börnum á flótta undanfarin ár. Hann á einnig sæti í dómnefnd barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Ljósmyndari: Sebastian Ziegler
Að loknu pallborði bjóðum við gestum að spjalla og njóta léttra veitinga frá SÓNÓ.