FJÖLSKYLDUSTUND: Meteni – Lettnesk Grímuvinnustofa


13:00 - 15:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Meteni – Lettnesk Grímuvinnustofa

Kennarar frá Lettneska skólanum í Reykjavík bjóða fjölskyldum að taka þátt í grímuvinnustofu til að fagna Meteni. Meteni er fornt vorfrí, sem markar lok vetrar og komu vors í Lettlandi og er talin vera innblástur og uppruni nútíma hrekkjavöku. Grímurnar líkja eftir dýrum á borð við úlfa, geitur, birni eða kanínur.  Grímur voru notaðar til að fela hver maður væri þegar gengið var með látum á milli húsa, og ef húsráðendur höfðu ekkert að gefa var einhverju stolið.