Fjölskyldu miðvikudagar: Sjálfbær hátíð og meðvituð neysla 


10:30
Barnabókasafn

Velkomin á fræðslu miðvikudaga í samstarfi við Svaninn á Íslandi.

Hátíðunum fylgja hefðir sem oftar en ekki fela í sér neyslu  – hvort sem um ræðir mat, gjafir eða annan varning. Er hægt að gera til að takmarka óþarfa en þó eiga gleðilega hátíð?

Fyrirlesari er Katla Þöll Þórleifsdóttir, sérfræðingur hjá Svaninum á Íslandi.

Eftir kynninguna verður hægt að leika sér í skemmtilegu Línu Langsokk sýningunni “Lína, lýðræðið og raddir barna”, þar er ævintýrahús og búningar!

Aðgengi: Gengið er niður stiga frá bókasafni og aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Ókeypis er inná alla viðburði á vegum Norræna hússins.

Aðrir viðburðir