Fimmtudagurinn langi – Listamannaspjall með Nathalie Djurberg og Hans Berg


20:00
Fimmtudagurinn langi í Norræna Húsinu – listamannaspjall með Nathalie Djurberg og Hans Berg
Síðasti fimmtudagur í hverjum mánuði er fimmtudagurinn langi. Söfn og sýningarstaðir í miðbænum bjóða upp á framlengdan opnunartíma og ýmsa viðburði um kvöldið.
Norræna Húsið tekur þátt í fimmtudeginum langa og mun halda listamannaspjall með Nathalie Djurberg og Hans Berg kl. 20:00.
Sýningin UNDIRNIÐRI í Hvelfingu, þar sem Djurberg og Berg eru með verk til sýnis, verður opin til 22:00. Einnig verður verkið þeirra THIS IS HEAVEN sýnt í sal Norræna hússins fyrir og eftir listamannaspjallið.
Fyrir þá sem sjá sér ekki fært að mæta verður viðburðinum streymt hér af heimasíðu Norræna Hússins þar sem einnig verður hægt verður að koma spurningum á framfæri til listamannanna.
Veitingahúsið MATR verður opið um kvöldið með ýmsa drykki og létt með því á boðstólnum.
Arnbjörg María Danielsen og Veigar Ölnir Gunnarsson munu leiða spjallið með listamönnunum.