Fest Afrika – Opnunarhátíð


16:30-18:30

FEST AFRÍKA REYKJAVÍK 2016 heldur upp á sjöunda starfsár sitt í ár. Menningarhátíðin Fest Afríka Reykjavík byrjar á miðvikudaginn 28. september með opnunartónleikum þar sem fram koma Menard Mponda & Cheza Ngoma og Skuggamyndir frá Býsans og lýkur á Sunnudagskvöld með Lokahófi Fest Afríka.

Hægt er að kaupa helgarpassa á 9.900 kr. sem gildir á alla viðburði. Einnig verður hægt að kaupa miða á stakt kvöld á 3.900 kr. Frítt verður á viðburðinn í Norræna húsinu.

Dagskráin samanstendur af líflegum, skemmtilegum og fræðandi viðburðum sem gefa innsýn inn í afríska menningu. Tónleikar, danssýning, ljósmyndasýning, námskeið, fyrirlestrar, afrískur markaður og afrískur matur eins og hann gerist bestur. Allar nánari upplýsingar má finna inn á heimasíðu Fest Afríka:www.festafrikareykjavik.com

Miðvikudagur 28.sept í Norræna húsinu. (Frítt inn)
Fest Afrika Grand Opening @ the Nordic House in Reykjavik.
Menard Mponda & Cheza Ngoma
Skuggamyndir frá Býsanshttps

Fimmtudagur 29.sept í Gamla Bíó
Marimbasveit Þingeyjarskóla-Guðna Bragasonar (Iceland)
Nordic Band & Stúlknakór Reykjavík
Margrétar Pálmadóttir (Iceland)
Dalí (Iceland)
Lefty Hooks & TheRightthingz (Iceland)

Föstudagur 30. spet í Gamla Bíó
Una Stefánsdóttir (Iceland)
Bangoura Band (Guinea/Iceland)
Amabadama (Iceland)
Sousou & Maher Cissoko (Senegal/Sweden)

Laugardagur 1. oct í Gamla Bíó
Samúel Jón Samúelsson Big Band (Iceand)
Ivan & Binhan (Guinea-Bissau)
Dawda Jobarteh (Gambia/Danmark)
Les Espoire de Corothine (Guinea-Conakry)