Félag íslenskra gullsmiða 100 ára: Gitte Bjørn


10:00 - 17:00
Anddyri
Aðgangur ókeypis

Sýning Gitte Bjørn býður áhorfendum í könnun á mannlegri upplifun, mannslíkamanum og ótal formum hans. Frá því að Gitte hóf listferil sinn árið 1993 hafa verk hennar þróast frá því að búa fyrst og fremst til skartgripi yfir í að framleiða mikilfenglega hluti og heilstæðar sýningar. Öll hennar verk sýna djúpstæða tengingu og ást á vinnunni við að móta málm. Verk hennar, hvort sem það er fígúratíf eða óhlutbundið með fígúratífum áhrifum undirstrika mikilfenglegt handverkið. Gitte kafar ofan í margbreytileika mannslíkamans og sýnir óskammfeilna túlkun á nefi, kynfærum og fitufellingum, sem hún umbreytir í hagnýta og fagra hluti eins og skálar, skeiðar og kertastjaka. Með stórkostlegu handverki sýna verk Gitte Bjørn sannleikann um líkamlegt sjálf okkar sem fallegt, fjörugt og raunverulegt.

Sýningin er hluti af 100 ára afmælishátíð Félags íslenskra gullsmiða.

Velkomin á opnun sýningarinnar klukkan 14:00 þann 19. Október.

 

As Long As You Burn, Size Doesn´t Matter

Aðgengi í andyri er gott, aðgengileg salerni eru á sömu hæð. Rampur liggur frá bílastæði að aðaldyrum og þar er sjálfvirkur hnappur sem opnar dyrnar.