The Greenlandic flag. Red and white.

Er Grænland til sölu?


12:00
Salur

Opið málþing í boði Alþjóðastofnunar og Norræna hússins. Málþingið verður haldið á ensku. Aðgengi að Elissu sal er ágætt, lágur þröskuldur er inn í salinn. 

Í kjölfar endurtekinnar tillögu Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, um að kaupa Grænland, hefur forsætisráðherra landsins kallað eftir fullu sjálfstæði og sett það fram sem skref til að varpa „fjötrum“ nýlendustefnunnar.

Þetta tímabæra málþing spyr hvaða afleiðingar núverandi umræða um stöðu Grænlands hefur og hvernig getur það haft áhrif á víðtækari spurningar um erindrekstur og öryggi norðurslóða, sérstaklega frá norrænu sjónarhorni?
Í pallborði verður fjallað um áframhaldandi umræður um sjálfstæði Grænlands, pólitíska, efnahagslega og menningarlega þætti og hvað sjálfstæði þýðir fyrir Grænland og íbúa þess.

*BEINT STREYMI*

Tove Søvndahl Gant, erindreki Grænlands á Íslandi, heldur opnunarræðu og í kjölfarið verður pallborð með Berit Kristoffersen, Associate Professor of Political Science at UiT The Arctic University of Norway, Javier L. Arnaut, Head of Department of Arctic Social Science & Economics, Ilisimatusarfik – University of Greenland and Marc Lanteigne, Associate Professor of Political Science at UiT The Arctic University of Norway. 

Silja Bára Ómarsdóttir, Prófessor í Alþjóðafræðum við Háskóla Íslands leiðir pallborðið.