Er Framtíð?


17:00 - 18:30
Salur
Aðgangur ókeypis

Er framtíð?
Samtal á milli Mazen Maarouf og Viðar Þorsteinssonar um núverandi ástand og framtíð Palestínu.

Stríðið milli Ísraels og Gaza hefur náð fordæmalausum hápunkti hvað varðar fjölda óbreyttra borgara sem hafa verið drepnir, þar af meira en 7000 börn. Milljónir manna um allan heim krefjast tafarlaus vopnahlés og endurvakningu friðarferlis.

Hver er sagan fyrir 7. október og hvernig mistókst alþjóðasamfélaginu að tryggja frið eftir Oslóarsamkomulagiðárið 1993? Hvaða framtíð bíður Gaza-svæðisins eftir allt saman? Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Mazen Maarouf ásamt aðgerðasinnanum og verkalýðsráðgjafanum Viðari Þorsteinssyni ræða stöðuna og reyna að varpa ljósi á bakgrunn stríðsins, bæði frá persónulegu og sögulegu sjónarhorni.

Samtal: 17:00 – 18:00
Spurningar: 18:00 – 18:30 

Þetta samtal fer fram á ensku.

Mazen Maarouf er margverðlaunaður palestínskur rithöfundur, skáld, þýðandi og blaðamaður sem fæddist í Beirút og er fjölskylda hans komin af palestínskum flóttamönnum. Hann hefur gefið út eina skáldsögu, þrjú ljóðasöfn og þrjú smásagnasöfn, þar á meðal „Jokes for the Gunmen“ sem var tilnefnd til Man International Booker-verðlaunanna árið 2019.

Viðar Þorsteinsson hefur verið virkur í samstöðustarfi fyrir Palestínu í yfir 20 ár. Hann er núverandi fræðslu- og félagsmálastjóri Eflingar.

Aðgengi er gott í Elissa (salur) og á sömu hæð eru aðgengileg og kynhlutlaus salerni.