Eldhundar- Einar Már & Pétur Eggerz
20:00
Eldhundar, dagskrá um Eldklerkinn og Hundadagakonunginn, verður haldin í Norræna húsinu þann þriðja desember kl. 20.00.
Þeir Pétur Eggerz, höfundur Eldklerksins, einleiks um séra Jón Steingrímsson og Einar Már Guðmundsson, höfundur Hundadaga, skáldsögu með Jörgen Jörgensen eða Jörund hundadagakonung í lykilhlutverki, bjóða upp á dagskrá um þessa merku menn og aðra sem þeim tengjast í tíma og rúmi. Eldklerkur og Hundadagar fjalla um afdrifaríka tíma í Íslandssögunni og raunar veraldarsögunni, eldgos, byltingar, nýlendustefnu og styrjaldir, en líka ástina og gleðina, lífið og söguna. Hvers virði er sagan? Af hverju megum við ekki gleyma því sem gerðist? Hvað gerir þessar sögur svo stórbrotnar? Verkin kallast á þar sem séra Jón Steingrímsson, aðalpersóna Eldklerksins, er líka fyrirferðamikil persóna í Hundadögum. Þau byggja á sömu heimildum auk þess Hundadagar Einars Más sækja innblástur til Eldklerks Péturs Eggerz og nýta sér verk hans sem heimild.
Hittið höfundana og verkin. Eftir vandaða kynningu verða umræður og spurningar.
Aðgangur ókeypis. Viðburðurinn fer fram á íslensku.