Höfundakvöld með Einari Má Guðmundssyni


19:40
Elissa Auditorium
Aðgangur ókeypis

Velkomin á Höfundakvöld!

Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson heimsækir Norræna húsið þann annan desember og segir frá nýjustu skáldsögu sinni Allt frá hatti oní skó. Bókin fjallar um Harald sem flyst til Kaupmannahafnar ásamt kærustu sinni á áttunda áratug síðustu aldar og hvernig hann mótast sem listamaður í spennandi og nýju umhverfi. Í þessari bók þykir Einar fara aftur inn í þann sagnaheim sem lesendur kannast við frá bókunum;  Englar alheimsins (1993) og Passamyndir(2017).

Norrænahúsið ásamt Danska kennarafélaginu og Háskóla íslands standa fyrir þessari kvöldstund með Einari Má, velkomin!

Aðgengi: Norræna húsið er með gott aðgengi að flestum rýmum hússins. Það er hjólastólaaðgengi við húsið og sérútbúið salerni. Nánari upplýsingar um aðgengismál er að finna á heimasíðu okkar.