ÉG ELSKA SKAM! (fyrir 14-17 ára).


19:00-21:30

 ÉG ELSKA SKAM!

Norræna húsið 30. mars kl. 19-21:30 Aldur 14-17 ára. 

Viðburðurinn er skipulagður af kosegruppa sem saman stendur af 16 aðdáendum þáttarins á aldrinum 14-17 ára. Kosegruppa hittist tvisvar sinnum í Norræna húsinu til að undirbúa hátíðina og hefur skipulagt bráðskemmtilega kvöldstund með vel völdum myndbrotum úr SKAM þáttunum, spurningarleik og diskóteki með Dj Sunnu Ben sem leikur tónlist úr þáttunum.

 Miðaverð 800. kr.  Miðasala á www.tix.is. Aldur 14-17 ára. Innifalið í miðaverði er  aðgangur + gos/djús og pizza sneið.

Kosegrubba stendur fyrir sölu á veitingum á staðnum. Ath. aðeins er tekið á móti reiðufé í sjoppunni.

SKAM-vörur verða til sölu á staðnum. Tekið verður á móti kortum og peningum. Nánari upplýsingar fljótlega.

Salur: Black Box á neðri hæð hússins. Hægt er að fara beint inn um dyr á neðri hæð eða koma inn aðaldyrnar og taka lyftuna niður.

Kosegruppa fundar

Fjögurra daga SKAM Festival verður haldið í Norræna Húsinu 30. mars – 2. apríl og det blir dritgøy, ass

Hátíðin hefst fimmtudaginn 30. mars með viðburði fyrir unga aðdáendur þáttarins sem ber heitið ÉG ELSKA SKAM! Viðburðurinn er skipulagður af Kosegruppa og inniheldur standlaust fjör frá kl. 19.-21.30.  Á föstudeginum 31. mars verður stemningin önnur með pallborðsumræðum og Happy hour Aalto Bistro fyrir eldri áhorfendahóp SKAM, enda þátturinn þekktur fyrir að eiga aðdáendur á öllum aldri.  Helgina 1.-2. apríl býður Norræna húsið upp á SKAM-maraþon á stóra skjánum í Aðalsal hússins í notalegu umhverfi og með ókeypis aðgangi.

SKAM festivalið er skipulagt í samstarfi við Norska Sendiráðið í Reykjavík.

SKAM- maraþon í Norræna húsinu verður haldið helgina 1. og 2. apríl þar sem allar þrár seríurnar verða sýndar á stórum skjá.  Það verður alvöru „koselig stemming og ókeypis aðgangur fyrir alla!