Dönsk sögustund


10:30 - 11:00
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Öll fjölskyldan er velkomin á danska sögustund þegar lesin verður Mumbo Jumbo eftir vinsæla barnabókarithöfundinn Jakob Martin Strid.

Bókin er hluti af nýrri sýningu Norræna hússins –  „Tréð“  sem er á barnabókasafni Norræna hússins og beinir sjónum að mismunandi trjám í barnabókum. Hún inniheldur myndskreytingar úr tólf Norrænum myndabókum sem eiga það sameiginlegt að vera hluti af Bókagleypinum, sem er Norrænn gagnagrunnur með fræðsluefni sem tengist bókum sem hafa verið tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Gagnagrunnurinn er ókeypis og aðgengilegur öllum, á öllum Norðurlandamálum, á bokslukaren.org.

Nannaelvah er með meistaragráðu í sagnfræði og fyrirtækjahugvísindum frá Kaupmannahafnarháskóla og er einnig menntuð núvitundarleiðbeinandi. Hún starfaði sem leiðbeinandi í núvitund fyrir foreldra og börn í Kaupmannahöfn áður en hún flutti til Íslands. Nannaelvah er móðir þriggja barna á aldrinum 10, 7 og 4 ára.

AÐGENGI: Barnabókasafnið er aðgengilegt fyrir hjólastóla frá Hvelfingu sýningarrými. Starfsfólk bókasafns gefur góðar leiðbeiningar. Á aðalhæð hússins er lyfta sem leiðir niður í Hvelfingu og á sömu hæð er salerni aðgengilegt hjólastólum, öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Rampur leiðir frá bílastæði að Norræna húsinu. Þessi viðburður fer fram dönsku.