CORNELIS OG FLEIRI GÓÐIR


20:00

Hljómsveitin Spottar kynnir tónleika í Norræna húsinu 8. & 9. febrúar 2019 kl. 20:00

Á tónleikunum verða sungin lög, ljóð og vísur eftir hið ástsæla söngvaskáld Svía, Cornelis Vreeswijk, og fleiri góðir söngvasmiðir fylgja með. Eggert Jóhannsson heillaðist ungur að Cornelis og lærði lög og ljóð meðan hann var í Svíþjóð við nám. Hljómsveitina stofnaði hann ásamt Magnúsi R. Einarssyni fyrir 12 árum og hún hefur komið víða fram á þeim tíma, meðal annars á Mosebacke, elsta og sögufrægasta tónleikastað Stokkhólms, á árlegum tónlistardegi tileinkuðum Cornelis.

Vegna gríðarlegra vinsælda síðast þar sem færri komust að en vildu munu vera tvennir tónleikar í þetta skiptið, en hratt seltist upp síðast!

Sendiherra Svía, Håkan Juholt, mun fylgja tónleikunum úr hlaði með nokkrum orðum.

 

Hinn rómaði veitingastaður AALTO Bistro í Norræna húsinu býður upp á sérstakan matseðil fyrir tónleikagesti að kvöldi 8. & 9. febrúar.

 

Spottar eru:

Eggert Jóhannsson
Magnús R. Einarsson
Einar Sigurðsson
Ásgeir Óskarsson