Keramíkkrásir á AALTO Bistro


Keramíkkrásir á AALTO Bistro

Á meðan HönnunarMars stendur yfir gefst fólki færi á að borða kræsingar sem Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari og sjónvarpskokkur á AALTO Bistro, mun framreiða á fallegum keramíkverkum eftir nokkra félagsmenn Leirlistafélagsins.

Félagsmenn sem eiga verk á viðburðinum eru: Anna Sigríður Hróðmarsdóttir, Halldóra Hafsteinsdóttir, Hrönn Waltersdóttir, Inga Elín, Kristbjörg Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir, Sigríður Helga Olgeirsdóttir og Þórdís Baldursdóttir.

AALTO Bistro