Búðu til þitt eigið zine með Lu!
13:00 - 15:00
Í þessari vinnustofu mun Lu Fraser sýna gestum hvernig hægt er að búa til smá-zine eða handgerð smárit – með því að nota eingöngu blað og skæri. Gestir geta síðan fyllt út eigið zine án þann hátt sem þeir vilja. Hægt er að taka zine ið með sér heim en einnig gefst kostur á að láta eintak af því fylgja með í „zine of zines“ þar sem Lu bindur saman öll zine þátttakenda vinnustofunnar.
Hentar fyrir 10 ára+, á öllum hæfileikastigum í zine smárita gerð.
Lu Fraser (þekktur sem Wet Bog) er myndskreytir og prentari fæddur í Bretlandi. Í starfi sínu kannar Lu þemu um samfélag og vistfræði, og einnig umhverfismál. Lu framleiðir teiknimyndasögur fyrir eigin sjálfútgefin tímarit sem og sameiginleg útgáfur. Verk Lu má sjá á instagram á @wetbog.jpg
Aðgengi: Vinnustofan fer fram í Alvar fundarsal á aðalhæð. Rampur liggur að byggingunni frá bílastæði og sjálfvirkur takki er við aðaldyr. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð hússins og eru öll salerni kynhlutlaus. Námskeiðið fer fram á ensku – Allir velkomnir og það er að sjálfsögðu ókeypis!