Bókmenntahátíð í Reykjavík: Viðburðir í Norræna húsinu 27. Apríl


Salur & Bókasafn

Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík hefur starfað síðan árið 1985. Þessi huggulega hátíð er fundarstaður lesenda og höfunda og lifandi vettvangur umræðna um bókmenntir, skáldskap, þjóðfélagsleg málefni og ýmislegt fleira því bókmenntirnar snerta á mörgu og umfjöllunarefnin eru óteljandi. Ókeypis er inn á viðburði og þeir eru öllum opnir. Samtöl fara fram á ensku en upplestrar á móðurmáli höfunda

Sjá dagskrá hátíðarinnar í einu skjali með því að smella hér. 

27. Apríl

Fjarstaddi höfundurinn: Dagskrá um Boualem Sansal kl.13

Dagskrá í tilefni af aldarártíðar Thors Vilhjálmssonar (1925-2011). Í dagskránni verður fjallað um verk alsískra höfundarins Boualems Sansal sem sótti hátíðina heim árið 2023. Hann var handtekinn 16. nóvember í fyrra vegna pólitískra skoðanna sinna og hann hefur nú verið dæmdur í fimm ára fangelsi. Bækur hans hafa verið bannaðar í Alsír síðan árið 2006. Á hátíðinni verður hægt að skrifa nafn sitt á undirskriftalista þar sem krafist verður þess að Sansal verði látinn laus.
Umsjón með viðburðinum hefur rithöfundurinn Sjón.

þýðendadagskrá kl.14

Dagskrá með verðlaunahöfum Orðstírs, heiðursverðlauna þýðenda af íslensku á önnur mál, og íslenskum höfundum, s.s. Auði Övu Ólafsdóttur og Hallgrími Helgasyni.

Léttar veitingar í dagskrárlok í boði Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Viðburðurinn fer fram á íslensku.

Aðgengi í Elissu sal er ágætt, það er lágur þröskuldur inn í salinn. Á sömu hæð er salerni með góðu aðgengi og skiptiaðstöðu. Að Norræna húsinu liggur rampur og við aðaldyrnar er sjálfvirkur hnappur. Frekari spurningar um aðgengismál má senda til: kolbrun(at)nordichouse.is