Bókmenntahátíð í Reykjavík: Þýðendadagskrá 27. Apríl


Salur & Bókasafn

Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík hefur starfað síðan árið 1985. Þessi huggulega hátíð er fundarstaður lesenda og höfunda og lifandi vettvangur umræðna um bókmenntir, skáldskap, þjóðfélagsleg málefni og ýmislegt fleira því bókmenntirnar snerta á mörgu og umfjöllunarefnin eru óteljandi. Ókeypis er inn á viðburði og þeir eru öllum opnir. Samtöl fara fram á ensku en upplestrar á móðurmáli höfunda

Sjá dagskrá hátíðarinnar í einu skjali með því að smella hér. 

ÞÝÐENDADAGSKRÁ
27. Apríl, kl 14:00

Dagskrá með verðlaunahöfum Orðstírs, heiðursverðlauna þýðenda af íslensku á önnur mál, og íslenskum höfundum, s.s. Auði Övu Ólafsdóttur og Hallgrími Helgasyni.

Léttar veitingar í dagskrárlok í boði Miðstöðvar íslenskra bókmennta.

Viðburðurinn fer fram á íslensku.