Aukatónleikar Tómasar R. Einarssonar & Eyþórs Gunnarssonar


Miðasala

Vegna mikillar eftirspurnar verða aukatónleikar þann 31. ágúst kl. 21:00, miðaverð er 2500 kr og miðasala fer fram á tix.is og í Norræna húsinu.

Tómas R. Einarsson og Eyþór Gunnarson spiluðu tónleika fyrir fullu húsi í sumar í tónleikaröð Norræna hússins  þar sem færri komust að en vildu og tónleikarnir seldust upp á mettíma.  Aðeins 90 miðar eru í boði, svo ljóst er að áhugasamir ættu að hafa hraðar hendur.

Á nýútgefnum diski er nefnist Innst Inni spilar tónskáldið og flinki kontrabassaleikarinn Tómas R. Einarsson með Eyþóri Gunnarssyni, sem er reyndur píanóleikari með meistaralegan áslátt. Platan var að mestu leyti spunnin – töfrar sem spretta upp þegar tveir sköpunarglaðir einstaklingar hittast. Það er eitthvað stórfenglegt við það að heyra Tómas og Eyþór spila djass saman og hlustandinn þarf bara að njóta stundarinnar og hlusta. Eins og gagnrýnandinn C. Michael Bailey skrifar: „Innst Inni tengist ekki ákveðnu þjóðerni eða tónlistarlegum uppruna. Það er einfaldlega bara tónlist… einföld og róandi.

Hlusta