Arctic Concerts – Sölvi Kolbeinsson
20:30
Arctic Concerts er ný tónleikaröð í Norræna húsinu
Á fimmtudögum kl 20:30 í allt sumar
Arctic Concerts tónleikaröðin er ætluð áhugasömum ferðamönnum, ekki síður en íslenskum tónlistarunnendum sem vilja kynnast íslenskri og norrænni tónlist og flytjendum hennar, í einstakri nánd og vinalegu umhverfi.
Sölvi Kolbeinsson er einhver efnilegasti hljóðfæraleikari yngstu kynslóðar íslenskra tónlistarmanna. Hann er afburða saxafónleikari hvort sem er í jazz eða klassískum stíl. Sölvi hefur unnið til fjölda viðurkenninga þ.m. Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2016 en stundar nú framhaldsnám í Berlín. Hann kemur fram á Arctic Concerts með Camus kvartett þar sem spila; Rögnvaldur Borgþórson á gítar, Óskar Kjartanson á trommur og Birgir Steinn á bassa.
Aðgangseyrir: 2.500 kr.
Undir merki Arctic Concerts falla allir stílar og tónlistarstefnur; klassík, jazz, þjóðlög og fjölbreytt dægurtónlist. Vandaður flutningur og framsetning er aðalsmerki verkefnisins enda flytjendur úr fremstu röð einleikara, einsöngvara og hljómsveita.
07.7. KK söngvari/lagasmiður – blönduð tónlist
14.7. Arctic Broken Consort – blönduð tónlist
21.7. Sunna Gunnlaugsdóttir- jazz
28.7. Funi – þjóðlagatónlist
04.8. Hallveig Rúnarsdóttir & Jóhannes Andreasen – sönglög
11.8. Svavar Knútur – trúbador
18.8. Sölvi Kolbeinsson- jazz
25.8. Svafa Þórhallsdóttir- sönglög
Kvöldverður og tónleikar
Aalto Bistro býður upp á sérstakan matseðil fyrir tónleikana. Aalto Bistro er opið á fimmtudögum til kl. 21.30. bóka borð
Það er von okkar sem stöndum að Arctic Concerts að röðin verði kærkomin viðbót við menningarflóru landsins, gluggi inn í litríkan tónlistarheim norðursins.
Það er Tóney sem stendur að Arctic Concerts röðinni í samstarfi við Norræana húsið en faglegur stjórnandi er Guðni Franzson tónlistarmaður.
Málverk: Georg Guðni, 2001.