Arctic Concerts – Funi
20:30
Arctic Concerts er ný tónleikaröð í Norræna húsinu
Á fimmtudögum kl 20:30 í allt sumar
Arctic Concerts tónleikaröðin er ætluð áhugasömum ferðamönnum, ekki síður en íslenskum tónlistarunnendum sem vilja kynnast íslenskri og norrænni tónlist og flytjendum hennar, í einstakri nánd og vinalegu umhverfi.
Funi; Bára Grímsdóttir og Chris Foster leika og syngja þjóðlagatónlist úr norðri. Þau hafa um árabil verið í fremstu röð flytjenda og sérfræðinga í norrænni þjóðlagatónlist með afburða færni í leik á frumstæð hljóðfæri.
FUNI er einhver áhugaverðasti flytjandi þjóðlagatónlistar á Íslandi í dag. Bára Grímsdóttir og Chris Foster, hófu samstarf sitt árið 2001 og hafa síðan lífgað íslenska þjóðlagatónlist með einstaklega vönduðum og vel útfærðum flutnigi, auk þess að bæta við nýjum lögum í þjóðlegum stíl. Flest laganna voru áður sungin án nokkurs undirleiks en FUNI bætir hljóðfæraleiknum við. Notar gítar, kantele og hammer dulcimer, auk gömlu íslensku hljóðfæranna, langspils og íslenskrar fiðlu og einnig fylgir oft tónlist þeirra mögnuð skyggnimyndasýning með gömlum og nýjum myndum. Þau flytja kvæðalög, tvísöngslög, sálma og enskar ballöður, útsetja allt sjálf og hafa haldið námskeið og komið fram á ýmsum hátíðum og tónleikum, einnig í útvarpi, hér heima og víða í Evrópu, Norður-Ameríku og Kína.
Aðgangseyrir: 2.500 kr.
Undir merki Arctic Concerts falla allir stílar og tónlistarstefnur; klassík, jazz, þjóðlög og fjölbreytt dægurtónlist. Vandaður flutningur og framsetning er aðalsmerki verkefnisins enda flytjendur úr fremstu röð einleikara, einsöngvara og hljómsveita.
07.7. KK söngvari/lagasmiður – blönduð tónlist
14.7. Arctic Broken Consort – blönduð tónlist
21.7. Sunna Gunnlaugsdóttir- jazz
28.7. Funi – þjóðlagatónlist
04.8. Hallveig Rúnarsdóttir & Jóhannes Andreasen – sönglög
11.8. Svavar Knútur – trúbador
18.8. Sölvi Kolbeinsson- jazz
25.8. Svafa Þórhallsdóttir- sönglög
Kvöldverður og tónleikar
Aalto Bistro býður upp á sérstakan matseðil fyrir tónleikana. Aalto Bistro er opið á fimmtudögum til kl. 21.30. bóka borð
Það er von okkar sem stöndum að Arctic Concerts að röðin verði kærkomin viðbót við menningarflóru landsins, gluggi inn í litríkan tónlistarheim norðursins.
Það er Tóney sem stendur að Arctic Concerts röðinni í samstarfi við Norræana húsið en faglegur stjórnandi er Guðni Franzson tónlistarmaður.
Málverk: Georg Guðni, 2001.