Arctic Concerts – Sunna Gunnlaugsdóttir
20:30
Arctic Concerts er ný tónleikaröð í Norræna húsinu
Á fimmtudögum kl 20:30 í allt sumar
Arctic Concerts tónleikaröðin er ætluð áhugasömum ferðamönnum, ekki síður en íslenskum tónlistarunnendum sem vilja kynnast íslenskri og norrænni tónlist og flytjendum hennar, í einstakri nánd og vinalegu umhverfi.
Sunna Gunnlaugsdóttir jazz píanisti leikur ásamt Gunnari Hrafnssyni á bassa og Scott McLemore á trommur, frumsamið efni í bland við íslensk lög.
Sunna er einhver áhugaverðasti jazz píanisti á Íslandi um þessar mundir. Hún leikur í Arctic Concerts röðinni, ásamt Gunnari Hrafnssyni bassaleikara og Scott McLemore trommuleikara. Þar leika þau tónsmíðar Sunnu í bland við íslensk lög.
Á síðasta ári vann Sunna m.a. hljómplötuna Unspoken með Hollenska blásaranum Maarten Ornstein, tónlist fyrir kvikmyndina Reykjavík í leikstjórn Ásgríms Sverrissonar og hljómplötuna Cielito Lindo með tríói sínu en fyrir þá plötu hlutu þau íslensku tónlistarverðlaunin 2016 og einróma lof gagnrýnenda.
Sunna hefur vakið alþjóðlega athygli fyrir afburða tónlistarflutning jafnt á tónleikum sem í hljóðriti og fyrir einstakar tónsmíðar. Enginn tónlistarunnandi ætti að láta þennan Arctic viðburð fram hjá sér fara.
http://www.sunnagunnlaugs.com/
Aðgangseyrir: 2.500 kr.
Undir merki Arctic Concerts falla allir stílar og tónlistarstefnur; klassík, jazz, þjóðlög og fjölbreytt dægurtónlist. Vandaður flutningur og framsetning er aðalsmerki verkefnisins enda flytjendur úr fremstu röð einleikara, einsöngvara og hljómsveita.
07.7. KK söngvari/lagasmiður – blönduð tónlist
14.7. Arctic Broken Consort – blönduð tónlist
21.7. Sunna Gunnlaugsdóttir- jazz
28.7. Funi – þjóðlagatónlist
04.8. Hallveig Rúnarsdóttir & Jóhannes Andreasen – sönglög
11.8. Sólveig Samúelsdóttir – sönglög
18.8. Sölvi Kolbeinsson- jazz
25.8. Svafa Þórhallsdóttir- sönglög
Kvöldverður og tónleikar
Aalto Bistro býður upp á sérstakan matseðil fyrir tónleikana. Aalto Bistro er opið á fimmtudögum til kl. 21.30. bóka borð
Það er von okkar sem stöndum að Arctic Concerts að röðin verði kærkomin viðbót við menningarflóru landsins, gluggi inn í litríkan tónlistarheim norðursins.
Það er Tóney sem stendur að Arctic Concerts röðinni í samstarfi við Norræana húsið en faglegur stjórnandi er Guðni Franzson tónlistarmaður.
Málverk: Georg Guðni, 2001.