Andri Ívarsson


15:00

Andri Ívarsson heldur tónleika í gróðurhúsi Norræna hússins sunnudaginn 26. júlí kl. 15:00.

Andri Ívarsson er uppistandari sem fléttar tónlist inní atriðið sitt. Það má segja að hann sé nokkurskonar grín trúbador þar sem syngur kómísk lög um lífið og tilveruna í bland við hefðbundið uppistand. Andri hóf ferilinn á „open mic“ uppistandskvöldum en fór fljótlega að fá beiðnir um að koma fram í afmælisveislum, starfsmannapartíum, framhaldskólaskemmtunum, sem og á lágstemndum tónleikum. Hann hefur uppá síðkastið verið að koma fram með Hugleik Dagssyni og Sögu Garðars svo einhverjir séu nefndir.

Tónleikarnir eru hluti af Pikknikk tónleikaröðinni. Ókeypis er á tónleikana og allir hjartanlega velkomnir!