Alþjóðadagurinn 2022
Alþjóðasamvinna á krossgötum: Hvert stefnir Ísland?
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Norræna húsið og utanríkisráðuneytið í samstarfi við Félag stjórnmálafræðinga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa nú í fimmta sinn fyrir ráðstefnu um alþjóðamál í Norræna húsinu. Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman sérfræðinga, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk og fræðimenn, og í raun alla þá sem áhuga hafa á alþjóðamálum á Íslandi, til opinnar umræðu um helstu áskoranir og tækifæri Íslands í utanríkismálum.
Ráðstefnan samanstendur af fimm málstofum þar sem framsögumenn flytja áhugaverð erindi og í kjölfarið fara fram líflegar pallborðsumræður með valinkunnum gestum.
Komdu og vertu með – við lofum fjörugum og fræðandi umræðum! Öll velkomin.
Sjá facebook viðburð hér.