Afmælisveisla Línu langsokks!
13-16
Þér er boðið í afmælisveislu Línu langsokks!
Fyrir sjötíu árum gaf Astrid Lindgren út sína fyrstu bók af þremur um Línu Langsokk. Síðan þá hefur Lína langsokkur verið frábær fyrirmynd barna um víða veröld og skemmt lesendum með ævintýralegum uppátækjum og prakkaraskap. Í tilefni þess að 70 ár eru síðan Lína kom fyrst fram á sjónarsviðið ætla Norræna húsið og Sænska sendiráðið á Íslandi að bjóða til afmælisveislu. Afmælisveislan verður haldin í Norræna húsinu laugardaginn 28. nóvember kl. 13-16.
Lína langsokkur verður sjálf í afmælisveislunni og tekur á móti gestum milli kl. 13.30 og 14.30. Sænska sendiráðið á Íslandi býður gestum í pönnukökur og Lingonsafa. Þeir sem vilja geta fengið freknur á nefið, leyst getraun, horft á kvikmynd, mátað Línu-búninga eða skoðað sýningu um Línu langsokk í barnadeildinni. Sýningin um Línu verður opin fram að jólum svo að þeir sem ekki komast á laugardaginn geta heimsótt sýninguna alla daga fram að jólum milli kl. 12 og 17.
Allir sem vilja gleðjast með Línu á þessum stóra degi eru velkomnir- Hlökkum til að sjá ykkur.