Að teikna í loftinu tónlistina í trjánum
13:00 - 15:00
Thereminsmiðja fyrir börn á öllum aldri
Öll fjölskyldan er velkomin á theraminsmiðju næstkomandi laugardag í Norræna húsinu. Smiðjan er helst ætluð fyrir 8 ára+ en yngri börn geta tekið þátt með aðstoð foreldra. Í smiðjunni fá börn fá að kynnast grafískri nótnaskrift og hljóðfærinu theremin. Í fyrri hluta smiðjunar teikna börnin sína eigin nótnaskrift og skiptast svo á myndum. Í seinna hlutanum fá þau að læra á rafljóðfærið theremin í gegnum skemmtilegar æfingar og geta líka fengið að prófa að spila lög hvers annars á hljóðfærin.
Kennari smiðjunnar er Hekla Magnúsdóttir thereminleikari. Hekla útskrifaðist með BA í tónsmíðum og svo MA í listkennslu árið 2023. Hún hefur gefið út tvær plötur í fullri lengd. Hún er á lista yfir fremstu thereminleikara heims hjá Composer Magazine, plata hennar hefur verið valin samtímaplata mánaðirns hjá The Guardian. Einnig hefur hún unnið Plötu ársins hjá The Reykjavík Grapevine árið 2022 og gert tónlist fyrir þrjár kvikmyndir og hlotið verðlaun fyrir kvikmyndatónlistina við myndina Stories from the Chestnut Woods. Hekla hefur haldið margar smiðjur bæði hér á Íslandi og erlendis og spilað á hátíðum víða um heim á boðr við Athens Epidaurus Festival, Ctm Festival, X Jazz festival og komið fram í Queen Elizabeth hall í Southbank Center.
Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Opnunartími er ÞRI-SUN kl. 10:00-17:00. Aðgangur að bókasafninu og öllum viðburðum er ókeypis.