80 ára afmælisveisla Sameinuðu þjóðanna og Línu Langsokks
10:00 - 13:00
Verið hjartanlega velkomin í 80 ára afmælisveislu Sameinuðu þjóðanna og Línu Langsokks
Í boði verður fjölbreytt og gleðileg dagskrá fyrir börn, og fylgdarmenn þeirra, á aldrinum 3–12 ára, með sögustundum á íslensku og sænsku, heimsmarkmiða bingói og föndri, auk þess sem hægt verður að skoða sýninguna um Línu á barnabókasafninu.
Dagskrá:
Fyrri hluti í sal:
10:15-10:45 | Sögustund um Línu íslenska
10:45-11:15 | Heimsmarkmiðabingó
11:15-11:45 | Sögustund um Línu Sænska
Seinni hluti í sal:
11:45-12:15 | Heimsmarkmiðabingó
12:15-12:45 | Sögustund um Línu Íslenska
10:00 – 13:00 verður föndursmiðja niðri á barnabókasafni
Athugið að húsið verður opið eins og húsrúm leyfir. Talið er inn í Norræna húsið og því gott að mæta tímanlega.
Við hlökkum til að fagna með ykkur
Aðgengi að Norræna húsinu er gott, hjólastólarampur leiðir upp að húsinu og sjálfvirkur hnappur opnar aðaldyr. Aðgengileg salerni eru á aðalhæð og inní Elissu sal er gott aðgengi, en athugið að lágur rampur er inn í salinn. Aðgengi að barnabókasafni er niður tröppur frá bókasafni eða með lyftu frá andyri og í gegnum sýningarsalinn Hvelfingu. 
Nánar um aðgengi má lesa með því að smella hér. 
Þessi viðburður er haldin í boði Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í samstarfi við UNICEF og Norræna húsið
