3. í aðventu: Lestur, Línu þættir og föndur!
10:30-14:00
Lestur, Línu þættir og föndur á síðustu sögustund ársins!
Á síðustu sögustund ársins verður lesið á sænsku, upprunamáli Línu Langsokk, jólasaga um Línu. Einnig verður sungið, föndrað og gestum boðið upp á að horfa á tvo klassíska þætti á sænsku um Línu Langsokk. Þrátt fyrir að sænskan verði ráðandi er fólk sem talar önnur tungumál hvatt til að koma, því hægt er að fylgja sögustundinni í gegnum myndir, og gaman er að læra einfalt lag á öðru tungumáli. Föndursmiðjan í lokin verður kennd bæði á ensku og íslensku.
10:30-11:00 Mikael Lind les jólasögu um Línu langsokk á sænsku og kennir þeim sem vilja eitt sænskt jólalag.
11:00-12:00 Tveir vetrar– og jólaþættir um Línu langsokk sýndir upp í Elissu tónleikasal á sænsku.
12:00-14:00 Skemmtileg smiðja fyrir allskonar fjölskyldur í anda Línu Langsokk á barnabókasafninu.
Opnunartími og aðgengi: Barnabókasafn Norræna hússins er öllum opið, aðgengi fyrir hjólastóla er í með lyftu frá aðalinngangi og þaðan í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Aðgengilegt salerni og skiptiaðstaða er á aðalhæð hússins. Starfsfólk bókasafns veitir frekari upplýsingar og aðstoð sé hennar þörf. Ókeypis aðgangur og öll velkomin.