Nútíma þrælahald: trafficking
17:00
Nútíma þrælahald; trafficking
Line Barfod, lögfræðingur og fyrrverandi þingmaður Enhedslisten á danska Þjóðþinginu heldur erindi um mansal, þrælahald nútímans, í Norræna húsinu á föstudaginn klukkan 17.00. Fyrirlesturinn mun fara fram á dönsku. Opnað verður fyrir spurningar að loknu erindi Line og þær má bera fram á dönsku, ensku eða íslensku.
Line hefur unnið mikið starf í áralangri baráttu gegn mansali og þrælahaldi sem þingmaður og fulltrúi Norðurlandaráðs m. a. í samstarfi ríkjanna sem liggja að Eystrasalti.
Þetta er í annað skipti sem Line heldur erindi um þrælahald nútímans hér á Íslandi. Síðast talaði hún á vegum Norræna félagsins í Reykjavík, fyrir fjórum árum og vakti umfjöllun hennar mikla athygli. Nú er hún komin aftur og talar á vegum Vinstri grænna, Norræna hússins og Norræna félagsins um sama mál.
Line Barfod verður hér um helgina á ráðstefnu Vinstri grænna og evrópskra vinstri flokka um flóttamannavandann og áskoranir framtíðar í breyttum heimi. Fyrirlestur Line Barfod verður haldinn í sal Norræna hússins og hefst klukkan 17.00.
Nánari upplýsingar veitir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri VG í síma 8961222