Cornelis och En Bellman -Tónleikar


20:00

Kaupa miða

Tónleikar með Spottunum

Hljómsveitin Spottarnir halda tónleikana Cornelis och En Bellman í Norræna húsinu 26. febrúar kl. 20:00.

Miðaverð er 2500 kr. miðasala fer fram á tix.is og í móttöku Norræna hússins.

Hljómsveitin Spottarnir hefur nú starfað í áratug. Söngvar og vísur eftir sænska skáldið Cornelis Vreeswijk eru uppistaðan í prógrammi hljómsveitarinnar, en hún leitar líka fanga bæði hér heima sem og vestan hafs og austan.

Til að fagna tíu ára afmælinu efnir hljómsveitin til tónleika í Norræna húsinu föstudaginn 26.febrúar kl.20:00.  Hljómsveitina skipa:  Egger Jóhannson sem syngur og leikur á gítar, Einar Sigurðsson á bassa, Magnús R. Einarsson sem syngur og leikur á gítar og Karl Pétur Smith á trommum.

Í hléi mun Hr. Silas Bäckström heiðurs formaður Cornelis Vreeswijk Sällskapet i Svíþjóð segja nokkur orð og svara spurningum um Cornelis.

kaupa miða

AALTO Bistro

Veitingastaðurinn AALTO Bistro býður upp á ljúffengan kvöldverð, smárétti og aðrar veitingar úr fyrsta flokks hráefni. Tilvalið að njóta listilegra veitinga áður en andinn er nærður á höfundakvöldinu. Borðapantanir