2. í aðventu: Sögustundir og föndur
10:30 - 13:00
Jóla Lína: Sögustundir á mismunandi tungumálum og föndur á Barnabókasafninu!
Við munum fá til okkar nokkra skemmtilega upplesara sem lesa sögur um Línu Langsokk á mismunandi tungumálum, með vetrar- eða jólaþema! Komdu og hlustaðu á önnur tungumál og sjáðu til hvað þú skilur mikið út frá myndunum!
Dagskrá:
10:30-11:00 Dansk Sang & Fortælletime! (danska)
11:00-11:30 Norsk Sang- og Fortellerstund! (norska)
11:30-12:00 Suomenlielinen Satutuokio! (finnska)
11:30 – 13:00 Vinnustofa og föndur fyrir alla fjölskylduna! Leiðandi er Elli Kyyrönen. Gestir eru hvattir til að lita og flétta saman jólatrésskreytingar! Vinnustofan verður aðlöguð að öllum aldurshópum; yngri þátttakendur geta litað og límt á skreytingarnar sínar, en eldri þátttakendur munu flétta litríkt garn til að búa til stjörnur. Vinnustofan er ókeypis og verður kennd á ensku, íslensku og finnsku.
12:00-12:30 Sögustund á íslensku! (íslenska)
12:30-13:00 Ensk sögustund! (enska)
Sögustundirnar og vinnustofan fara fram á Barnabókasafni Norræna hússins, þar sem sýningin Lína, Lýðræðið og Raddir barna er til sýnis. Sýningin býður upp á sjálfstæðan leik og þar er að finna ævintýrahús Línu og búninga til að leika sér með!
Aðgangur að Barnabókasafninu er um stiga frá bókasafninu eða með lyftu frá andyri og í gegnum sýningarrýmið Hvelfingu. Nánari upplýsingar um aðgengi í Norræna húsinu er að finna hér, smellið á þennan tengil.
Sýningin var unnin í samstarfi við Svenska Institutet, Sænska sendiráðið á Íslandi og átta ára nemendur í Hólabrekkuskóla með stuðningi frá Bókasafnssjóði RANNÍS.