AFLÝST- 15.15 -Íslensk málmblásaratónlist með sunnudagskaffinu
15:15
Vinsamlegast ath. tónleikunum hefur verið aflýst. Næstu tónleikar 15.15 verða 19. mars, 23. apríl og 30. apríl.
Tónleikar málmblásarakvintettsins Brassbræðra í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu þar sem þeir leika íslenska málmblásaratónlist með sunnudagskaffinu eftir Pál Pampichler Pálsson, Jón Ásgeirsson, Áskel Másson og Tryggva M. Baldvinsson. Brassbræður skipa: Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Einar St. Jónsson, trompet, Emil Friðfinnsson, horn, Sigurður Þorbergsson, básúna og Nimrod Ron, túba.
Miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir öryrkja, eldri borgara og nemendur. Miðasala er á www.Tix.is og við innganginn.