Vertu með í bókaklúbb Norræna hússins!

Vertu með í bókaklúbb Norræna hússins!

Hefur þú áhuga á norrænum bókmenntum en veist ekki hvar þú átt að byrja?

Norræna húsið heldur lestrarklúbb í fallegasta bókasafni Reykjavíkur þar sem við munum spjalla saman um norrænar bókmenntir. Bókaklúbburinn er haldinn af Anne Gamborg Jensen, starfsnema í bókasafnsfræðum við Norræna húsið.

Í október munum við lesa samísk ljóð. Við munum lesa Sále (Juolgevuođđu) eftir Niillas Holmberg, sem var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2020. Að auki munum við lesa brot úr Solen, min far (Beaivi, áhčážan) eftir Nils-Aslak Valkeapää, sem árið 1991 varð fyrsta og hingað til eina verkið eftir samískan höfund til að hljóta bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Í nóvember munum við lesa grænlenskar bókmenntir, þ.e. smásagnasafnið Zombieland (Zombiet Nunaat) eftir Sørine Steenholdt, sem var tilnefnt til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2016.

 

Við hittumst fimmtudaginn  9. október og fimmtudaginn 13. nóvember klukkan 15:30.

Við munum lesa á skandinavísku og ræða um bókmenntirnar á „blandinavísku“. Bókaklúbburinn fram á bókasafninu og Norræna húsið býður upp á kaffi og te.

 

Bækurnar verða fáanlegar til útláns í bókasafni Norræna hússins, bókasafnskortið er ókeypis! Þátttaka er einnig ókeypis en takmarkað pláss er í boði og því nauðsynlegt að skrá sig. Skráning á intern.bibliotek@nordichouse.is.