Hvað er LYNG?
LYNG er nýtt tímarit á vegum Heysahorn Art Collective (HAC), þverfaglegs listasamlags sem samanstendur af listafólki frá norðurheimskauti, norrænu löndunum og bretlandseyjum. Við vonum að LYNG verði vettvangur til að sýna og ræða þverfaglega list og listastarfsemi. Hverju tölublaði LYNGs er stýrt af gestaritstýru/stjóra, en ritstjóri ákvarðar þema hverrar útgáfu. Fyrsta tölublað LYNGs hefur þemað „VARÐA“ og mun Alberte Parnuuna ritstýra því, en hún er grænlensk-dönsk myndlistarkona, kvikmyndagerðakona og hátíðarhaldari.
Frekari upplýsingar um LYNG og HAC má nálgast á instagram reikningnum @heysahorn. Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að koma með framlög að efni fyrir LYNG fást með því að smella hér.
