Jólakveðja

Kæru gestir og samstarfsaðilar.

Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar, friðar og farsældar á komandi ári. Við þökkum fyrir samveruna á árinu sem er að líða og hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju og spennandi ári.

Við hefjum 2025 með krafti og opnum fyrstu sýningu ársins “Er þetta norður?” þann 25. janúar. Fyrsta febrúar opnar nýr veitingastaður hjá okkur, Plantan Bístró. Þau munu bjóða uppá góðan og heilnæman mat sem verður spennandi að prófa.

Norræna húsið verður lokað frá 23. desember til og með 1. janúar. 

Kærar jólakveðjur.
Starfsfólk Norræna hússins