Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson – Tónleikaröð Norræna hússins


21:00

Miðasala

Ólöf Arnalds spilar á fjölda hljóðfæra og semur dásamleg, persónuleg lög sem hún syngur með einstakri rödd sinni. Hún hefur gefið út fjórar plötur sem fengið hafa lof gagnrýnenda, þar á meðal samdi hún lag með Björk. Skúli Sverrisson er uppátektarsamur bassaleikari og magnað tónskáld með mörg farsæl samstörf að baki, meðal annars með Lou Reed og Laurie Andersson. Þetta kvöld halda þau Ólöf og Skúli tónleika saman, og gestir hússins geta búist við upplifun fullri af tónlistarlegum töfrum.

Tónleikaröð Norræna hússins fer fram í annað sinn í sumar með glæsilegri dagskrá og eftirsóttum tónlistarmönnum. Í ár fáum við tvo erlenda gesti sem við mælum með að íslendingar kynni sér, en það er hin óviðjafnanlega Sumie frá Svíþjóð og hinn rómantíski Thomas Dybdahl frá Noregi.

Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum kl. 21:00 frá 20. júní-15 ágúst. Aðgangur er aðeins 2000 kr og miðasala fer fram á tix.is, í Norræna húsinu og á vefnum www.nordichouse.is   

Dagskrá

20. júní. amiina (IS)
27. júní. Sóley (IS)
4. júlí. Thomas Dybdahl (NO)
11. júlí. Sumie (SE)
18. júlí. Tina Dickow & Helgi Jónsson (DK/IS)
25 Júlí. Kvartett Einars Scheving (IS)
1. ágúst. Ólöf Arnalds & Skúli Sverrisson (IS)
8. ágúst. Lára Rúnars (IS)
15. ágúst. Tómas R. Einarsson & Eyþór Gunnarsson (IS)

 

Takið eftir! að á miðvikudögum er frítt inn á húsgagnasýninguna: Innblásið af Aalto.  

AALTO Bistro – bókaðu þér borð fyrir tónleikana.