Alfabet, Bókmenntatónar


19:30

Miðasala

Ljóðasafn Inger Christensen Alfabet endursagt sem hljóðverk eftir tónskáldið Hannah Schneider. Viðburðurinn byrjar kl. 19.30. Miðasala á tix.is. Miðaverð 2000. kr.
Ljóðum Inger Christensen, á dönsku, verður varpað á skjá á bak við sviðið.

Þekktasta ljósasafn Inger Christensen, Alfabet (1981), verður flutt í nýju formi eða sem hljóðverk eftir tónskáldið Hannah Schneider. Í samvinnu við danskt tónlistarfólk og íslensk ljóðskáld verður verður verki Inger Christensen gert hátt undir höfði og endursagt á nýjan og spennandi hátt. Verkið Alfabet einkennist af sterkum áhrifum náttúru og löngunum mannsins. Ljóðin spanna veröldina og því sem í henni er eins og manneskjuna, náttúruna, ávaxtatré, kjarnorkusprengur, burkna, steinsteypu, skordýr, taugar og frumur. Lestur ljóða Christensen ná auðveldlega að flytja lesandann inn í nýjan og svífandi heim þar sem lesandinn upplifir sig í nýjum og óvæntum aðstæðum. Í Norræna húsinu verður Alfabet flutt með þverfagurfræðilegri fjölröddun þar sem fram koma danskar og íslenskar raddir og hljóðbrot af upplestri Christensen sjálfrar (Skjalasafn DR). Tónverkið verður flutt af nokkrum af fremstu tónlistarmönnum Danmerkur og íslands.

Inger Christensen (1935-2009) er eitt þekktasta ljóðskáld Dana. Hún er helst þekkt fyrir nútímalega, yfirgripsmikla og tilfinningaríka ljóðagerð. Sem kerfisskáld notar hún í Alphabet kerfi sem veitir henni frelsi til að skrifa hvað sem er.

Flytjendur: Hannah Schneider (söngur, hljóðgervlar og raftónlist), Nikolaj Kornerup (píanó, raftónlist), Cæcilie Balling (fiðla), Live Johansson (selló), Anna Rømer (gítar), Hallur Jónsson, Babak Vakili (rappari), Sjón og Gerður Kristný (ljóðskáld).

Fylgist með Hannah Schneider á Instagram her

Nordisk Råds litteraturpris

 

 

Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejd