Útgáfuhóf – Maria Parr


16-18

Verið velkomin í útgáfuhóf bókarinnar Markmaðurinn og hafið eftir norska barnabókahöfundinn Maria Parr, í íslenskri þýðingu Sigurðar Helgasonar.

Hófið fer fram á bókasafni Norræna hússins frá kl. 16-18. Allir velkomnir.

Maria Parr er einn fremsti barnabókahöfundur Norðurlanda.  Fyrsta bók hennar Vöffluhjarta  kom út í Noregi árið 2005 í Noregi og í íslenskri þýðingu árið 2012.  Í umsögn um bókina segir, að Maria Parr komi fram sem höfundur sem búi yfir ríkulegri kímnigáfu, skemmtilegum orðaleikjum og óvæntri atburðarás.  En þar er líka fjallað um alvarlegri hliðar tilverunnar eins og samskipti kynjanna, vináttu  dauðann og annað sem fylgir raunveruleikanum.  Sumir bera Mariu Parr saman við Astrid Lindgren, vegna leiftrandi frásagnargáfu hennar og hugmyndar flugs.

Bók númer tvö heitir Tonja Glimmerdal.  Þar er fjallað af mikilli hlýju um samskipti kynslóðanna af óvenju mikilli hlýju og kærleika.  Þar er fjallað um kynslóðabilið, sem í raun er ekki til, heldur bara hugarfóstur fólks.  Við getum eignast góða vini, þrátt fyrir mikinn aldursmun.

Og svo er það Markamaðurinn og hafið.  Þar er sterk skírskotun til samskipta kynjanna þar sem Lenu, sem er önnur aðalpersónanna finnst brotið gegn sér í tengslum við íþróttaiðkun.  Og henni tekst að snúa á andstæðingana.  Og í þeirri bók finnur Trilli fyrir einhverjum tilfinningum sem hann hefur aldrei kynnst áður.  Hann verðr svolítið skotinn í hollenskri stelpu sem flytur í byggðarlagið.

Menn hafa leyft sér að bera höfundinn saman við Astrid Lindgren með hliðsjón af hugmyndaauðgi hennar í sagnagerð sinni.  Kímnigáfan er sterkur þáttur í sögunum og sannast sagna er erfitt að halda aftur af sér og hlæja ekki á mörgum stöðum í bókum hennar.

Aðgangur ókeypis.