MANNRÉTTINDI ÁN LANDAMÆRA – Vinnusmiðja fyrir fjölskyldur 2.
15-17
Norrænahúsið í samvinnu við listkennsludeild Listaháskóla Íslands býður upp á skapandi samverustund fyrir fjölskyldur undir handleiðslu Guðbrands Magnússonar myndlistarmanns. Í vinnusmiðjunni gefst þátttakendum tækifæri að vinna myndskreytingar í tengslum við mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Vinnusmiðjan er opin öllum áhugasömum og fer fram kl 15-17 á neðri hæð Norræna hússins. Föstudaginn 28. apríl, laugardaginn 29. apríl og sunnudaginn 30 apríl. Verið velkomin.