Málþing um algilda hönnun – Streymi
9:00 – 12:00
Málþing um algilda hönnun / Universal Design Talk
Hér má nálgast Dagskrá í pdf.
Vinsamlegast sendið póst á info@nordichouse.is til að skrá ykkur á málþingið. Í póstinum þarf að koma fram nafn þitt og heiti málþingsins.
Þátttakendur málþingsins koma frá Bandaríkjunum, Danmörku, Noregi og Íslandi. Þau eiga öll sameiginlegt að vinna með algilda hönnun og aðgengi sem hluta af þeirra faglegu störfum.
Aðalfyrirlesari er U. Sean Vance, NOMA, NCARB, Assistant Professor University of Michigan, A. Alfred Taubman College of Architecture and Urban Planning.
Málþingið, sem er hluti af HönnunarMars, mun fara fram á ensku.
Algild hönnun er orðin órjúfanlegur hluti hönnunar á manngerðu umhverfi og færist í auknum mæli inn í stjórnun og skipulag. Á málþinginu verður rætt um hversu umfangsmikil hugmyndafræði um algilda hönnun er, hvernig og hvar hún birtist. Sagt verður frá nýlegum rannsóknum og hvernig algild hönnun er leiðin til betra samfélags í gegnum arkitektúr og hönnun.
Samspil algildrar hönnunar og fagurfræði verður skoðað í samhengi við rannsóknarverkefni um leiðarlínur sem hjálpa blindu og sjónskertu fólki að rata. Sagt verður frá tæknivæðingu – greind – í byggingum og hvaða hlutverki hún gegnir í daglegri notkun, sérstaklega fyrir fólk með sérþarfir. Mikilvægi áreiðanlegra upplýsinga um aðstæður í manngerðu umhverfi er umfjöllunarefni sem og gefin dæmi um hvernig hægt er að afla, greina og setja fram upplýsingar sem nýtast fólki við t.d. skipulagningu ferðalaga o.þ.h. Fjallað verður um möguleika fólks með fötlun á að ferðast um Ísland og samspil einkarekinna fyrirtækja og opinberra aðila verður skoðað í ljósi samfélagslegrar ábyrgðar. Getur verið að samfélagið mismuni fólki með vanrækslu?