Bókakynning- Stríðið mikla 1914-1918


20:00

Gunnar Þór Bjarnason, höfundur stórvirkisins Stríðið mikla 1914-1918, segir frá bók sinni í fyrirlestrasal Norræna hússins, fimmtudaginn 8. desember.

Gunnar fræðir gesti um þennan afdrifaríkasta atburð 20. aldar og áhrif hans á Íslendinga. Samhliða því sýnir brot af hinum fjölmörgu myndum sem prýða bókina og ræðir miðlun söguefnis í máli og myndum.

Bók um stríðið mikla hefur sjaldan átt brýnna erindi við okkur en einmitt núna. Aðdragandinn minnir í ýmsu á nútímann en eftir langt tímabil friðar og hagsældar áttu margir bágt með að trúa því að stórstyrjöld gæti skollið á milli helstu menningarþjóða Evrópu.

Dagskráin hefst kl. 20 og aðgangur er ókeypis.

Bókin verður til sölu á staðnum á sérstöku kynningarverði.

Streymi

Bókin

strididmikla