Morgunstund í Norræna húsinu
7:30 - 10:00
Bókasafn
Morgunstund í Norræna húsinu
Alla fimmtudaga kl. 7:30–10:00
Verið velkomin í notalega morgunstund í Norræna húsinu. Alla fimmtudagsmorgna höfum við opið frá kl. 7:30 fyrir þau sem vilja njóta notalegrar lestrarstundar á bókasafninu. Öll eru velkomn að koma snemma, lesa góða bók og slaka á með kaffi eða te. Viðburðinum er ætlað að hvetja til lesturs og meðvitaðrar hvíldar frá raftækjum.
Athugið að þetta er sérstakur lestrarviðburður. Afgreiðsluborð á bókasafni verður ómannað og barnabókasafnið lokað. Hægt er að nota sjálfsafgreiðsluvélina til að taka að láni eða skila bókum.
Við hlökkum til notalegra morgunstunda.
Aðgengi að bókasafninu er takmarkað, lágur þröskuldur er inn í salinn.
Aðgengileg salerni eru á sömu hæð.
Lesið meira um aðgengi hér.